þriðjudagur, 3. ágúst 2004

Hræðilegar fréttir (understatement)

Takið mig og húðstrýkið, dragið af mér táneglurnar, fláið af mér húðina og hellið svo sítrónusafa og Tabascosósu á blóðugt og sært holdið EN EKKI LÁTA MIG HLUSTA Á GUNNAR HELGASON "LEIKARA" LÝSA ENSKA BOLTANUM!!! Hann er á toppnum yfir fólk sem fer í taugarnar á mér. Hef ekki meira að segja um þetta í bili verð að ná mér niður eftir að hafa lesið þessar vægast sagt viðbjóðslegu fréttir inni á Fótbolti.net. Jesús minn góður, vekið mig af þessari martröð.

Angry

Engin ummæli: