þriðjudagur, 10. ágúst 2004

Draumadeild?

Verðum við ekki að vera með draumadeild í vetur einhverjir félagar? Því fleiri því betra. Stelpur mega ekki vera með. Farið inn á þessa síðu http://eyjafrettir.is/draumalid/ og stofnið lið, þið þurfið ekki að velja menn í liðið strax en passa þó að gera það fyrir fyrsta leik, semsagt fyrir helgi. Þegar þú ert búinn að stofna lið getur þú valið um að "ganga í hóp".

Ég bjó til "hóp" sem við getum verið í.

Hópurinn heitir: Apollon (valið í flettistiku inná síðunni)
Lykilorð hóps er: paprika (allt litlir stafir)


Tilkynntu skráningu þína í comments hér fyrir neðan. Allir með! Já líka þú!

Reglurnar í leiknum eru einfaldar og eru hér fyrir neðan:

1. Þátttakendur velja lið sitt úr leikmannahóp Ensku úrvalsdeildarinnar. Hvert lið samanstendur af 11 leikmönnum:
1 Markmanni

4 Varnarmönnum

4 Miðjumönnum

2 Sóknarmönnum

Heildarverðmæti liðs má ekki fara yfir £53.000.000 millj. punda.

Aðeins er heimilt að hafa 3 leikmenn úr hverju félagi í liði sínu.

2. Lið fá stig eftir frammistöðu leikmanna sinna Ensku úrvalsdeildarinnar.

Markmaður
Í liði sem heldur hreinu 30
Hvert mark sem liðið fær á sig -10
Hvert skorað mark 80

Varnarmaður
Í liði sem heldur hreinu 30
Hvert mark sem liðið fær á sig -10
Hvert skorað mark 60

Miðjumaður
Í liði sem heldur hreinu 0
Hvert skorað mark 40

Sóknarmaður
Hvert skorað mark 20

Spilar allan leikinn 30
Byrjar inn á en skipt út af 20
Kemur inn á í leik 10

Leikmaður sem fær gult spjald -30
Leikmaður sem fær rautt spjald (2 gul = rautt) -80
Leikmaður sem skorar sjálfsmark

Engin ummæli: