miðvikudagur, 11. ágúst 2004

Denzill og Draumalið

Hitti Bjössa, Palla og hæstvirtan Forsætisráðherra Góðbjórs á Players í gær þar sem við horfðum á Liverpool vinna Graz AK á Arnold Schwarzenegger vellinum í Austurríki. Leikurinn fór 0 - 2 fyrir Liverpool og vannst það nokkuð létt sýndist mér, engin snilld sem var þarna á ferðinni en það er þó allur annar bragur á liðinu eftir að Houllier fór þangað sem sólin skín ekki.

Fór svo heim og þar horfðum við Dýa á vídeóspólu sem hét "Out Of Time" með Denzel Washington í aðalhlutverki en hann fer alltaf svolítið í taugarnar á mér, veit ekki alveg hvað það er. Held að það sé eitthvað í sambandi við munninn á honum og svo held ég að hann ofleiki soldið, hann brosir svo MIKIÐ þegar hann brosir og verður svo ROSALEGA ILLUR á svipinn þegar hann verður reiður. Æ ég veit það ekki.Annars minni ég menn bara á Draumaliðsleikinn sem er talað um hér aðeins neðar á síðunni, mjög einfaldur leikur og auðvelt að skrá sig inn. Spyrjið mig bara ef eitthvað vefst fyrir ykkur í þessu. Það er eitthvað bögg með "hópasystemið" en ég er búinn að tala við forritara síðunnar sem ég kannast við og hann sagðist ætla að laga þetta sem fyrst, hann vissi ekki af því.

Svo legg ég til að þessi græja verði sett upp á öllum skrifstofum, ég veit að Bjössi er sammála mér í því, sjá mynd:


Engin ummæli: