þriðjudagur, 10. ágúst 2004

35 krónur og 61 eyrir!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kíkti á Bjössa í gærkveldi, fengum okkur smá öllara og fórum yfir stöðuna. Hann er búinn að vera að "gæda" og veiða í hinum ýmsu veiðiám landsins í sumar eins og önnur sumur. Er ekki búinn að sjá hann alllengi og því brá mér í brún þegar ég sá hann í gær! Hér fyrir neðan er mynd af honum með veiðistöngina:Annars var að berast hér stórfrétt í hús á meðan ég var að skrifa! Var að fá þau skilaboð í gegnum fjarskiptatæki mitt að það væri búið að redda fyrir mig miðum á 50 Cent tónleikana sem verða haldnir þann 11. ágúst næstkomandi í Laugardalshöll (á morgun semsagt). Mikki mágur á heiðurinn að þessum reddingum en ég hafði minnst á þetta við hann í einhverjum flimtingum á Apavatni fyrr í sumar, miklu meira í gríni en alvöru. Þetta voru einu tónleikarnir sem mig langaði á í öllu þessu tónleikaflæði sem ríður hér íþróttahúsum í sumar. Mikki er hér með útnefndur yfirsnillingur og er hann vel að þeirri nafnbót kominn. Wazzzup niggaaaa!!!Og já veðrið, það er bara rugl sýnist mér.


Engin ummæli: