sunnudagur, 29. ágúst 2004

Og svo kom Kaninn...Lítið að gerast þessa dagana. Var að stússast með Sigga Sig á fimmtudag og föstudag, fór austur á Hellu á föstudagseftirmiðdag í sveitasælu og leti. Tók nokkra öl og Kana með mömmu, pabba og Dýu á föstudagskvöldinu, ágætt að rifja Kanann upp aðeins hef ekki spilað hann í mörg herrans ár. Var sigurvegari kvöldsins, var mest hissa á því sjálfur.

Svaf vel út á laugardagsmorgun, horfði á alla þrjá leikina í enska boltanum, gluggaði í námsbækur og tók því rólega. Á laugardagskvöldi var farið aftur í Kana en nú með húsráðendum á Þrúðvangi 22, Dýrfinnu og Þóri. Var lúser kvöldsins, og var ekkert hissa á því sjálfur. Veit einhver þarna úti hvað Kani, eða sambærilegt spil, heitir á ensku?

Hef ekki lyst á því að tala um Liverpool.

Lifið heil.

Engin ummæli: