fimmtudagur, 12. ágúst 2004

Ég fordæmi þessa tegund!

Þetta þoli ég ekki! Var að afgreiða umsókn hér í deildinni minni í TR frá listamanni sem varð "óvinnufær" vegna ofnotkunar á áfengi. Vel rúmlega þrítugur maður sem er ekki búinn að borga skatta síðan 1997! Sumir gætu haldið að ég væri að ýkja en svo er ekki, það er akkúrat ekki króna búin að koma frá þessum manni í 7 ár í ríkiskassann, ekki 1 króna. Svo verður greyið óvinnufært og vill að við, ég og þú, greiðum honum dagpeninga fyrir það í fjóra mánuði sýnist mér! Óvinnufært frá hverju spyr ég? Engu? Að öllu jöfnu hefði ég sótt gamla synjunarstimpilinn niðrí kjallara en ég varð að samþykkja umsóknina vegna þess að hann fór í inniliggjandi meðferð á Vogi og er því samkvæmt skilgreiningunni að ráða bót á meinum sínum. Þið megið kalla mig svartsýnan pung sem er búinn að missa trúna á mannkynið en ég tel að það séu meiri líkur á því að hann sé orðinn svangur og það sé nýbúið að sparka honum úr kitrunni sinni afþví að hann borgaði ekki leigu. Já, það er erfitt að vera listamaður.

Aldrei geisar reiði án ranglætis.

Engin ummæli: