mánudagur, 23. ágúst 2004

Síðasti og sísti dagurinn

Fór austur á föstudaginn og endaði uppí Þjórsárdal þar sem við gistum eina nótt í útilegu. Þetta var stutt og laggott ferðalag. Fámennt en góðmennt þarna uppfrá og ég drakk alltof mikinn bjór. Skelþunnur á laugardeginum. Síðasta útilega sumarsins hjá okkur Dýu spái ég.

Á laugardeginum var akkúrat EKKERT gert og þá er það upp talið.Á sunnudeginum fórum við Dýa í bæinn í klippingu til Maríu og þar gleymdi ég pokanum.

Ég er búinn að semja um það við ráðendur í TR að þetta verði síðasti dagurinn minn hér og er ég mjög ánægður með að það náðist í gegn. Ekki það að ég sé óánægður hér heldur er bara svo mikið að gera á öllum vígstöðvum að ég verð bara að fá nokkra góða daga án Guðnýjar áður en skólinn byrjar.

Draumdeildin er farin af stað aftur og eru sumir ánægðir eftir helgina og aðrir síður vænti ég. Gunnar Þóris er efstur í hópnum okkar og Haddi Thor er neðstur eins og hann var sjálfur búinn að spá fyrir um.


Wengers understudy. 410
Góðbjór Albions 400
F.C Tinni 350
Houllier 340
Winchtestertonfieldville Wallabees 330
Mendozas fat dogs 290
Komaso! 280
Hudz F.C 270
Scotland FC 260
Butts_BlingBling 250
Gúrkan 250
Ólafsrauður 240


Ég ríð ekki feitum hesti eftir þessa umferð, er í 1186. sæti af 3394 keppendum en var í 47. sæti eftir fyrstu umferðina sem fór úrskeiðis vegna tæknilegra örðugleika. Bendi þó á að mér taldist til að ég væri með 300 stig en ekki 280 í þessari umferð með Komaso!. Kemur í ljós.


Bendi svo fólki á sem hefur séð þessi málverk hér að neðan nýlega að það er verið að leita að þeim úti í Osló.


Engin ummæli: