miðvikudagur, 18. ágúst 2004

Heimtur úr helju

Hremmingar síðustu tveggja daga hafa haldið mér algjörlega frá alnetinu. Kom að austan snemma á mánudagsmorgun og náði þá tannpínan sem ég var búinn að vera með síðustu 2-3 vikur einhverskonar hámarki og varð ég frá að hverfa úr vinnu fyrir kl. 9 þann morgun. Verkjatöfluátið var komið fram úr hófi og þær voru hættar að vinna á verknum. Var búinn með 7 töflur af sterkustu gerð fyrir kl. 10 á mánudagsmorgun og var enn illt. Dýa pantaði tíma fyrir mig á stofunni sinni því að ég held að minn gamli tannlæknir hafi orðið gjaldþrota vegna langrar fjarveru minnar...ég hræðist fátt meira en tannlækna.Töðugjöldin voru fín, var rólegur á föstudagskvöldinu en fékk mér aðeins í tánna með Inga Frey, bróður Dýu, bara heima í rólegheitum. Á laugardeginum var farið og horft á knattspyrnumót sem var haldið á Helluvelli og liðið sem ég hélt með, Sir Drinkalot, tapaði öllum sínum leikjum nema einum sem fór jafnt.

Svo fórum við Atli um kvöldmatarleytið og hittum Elís og Sigga í Félagsheimilinu uppá Gaddstaðavelli, vorum þar eins og hálfvitar með alltof mikið vín. Kvöldvakan var ekki minnisstæð og skemmtiatriðin voru æði misjöfn, á tímabili var maður ekki alveg með á hreinu hvort að þau væru almennt byrjuð.

Draumadeildin fór vel af stað fyrir mig og Guðna, Guðni djöfull var með Jay-Jay Okocha í liðinu en ég tók hann út úr liðinu mínu á síðustu stundu...#"!?(&=/!"%=/$!"#!"! Guðni er staddur í 26. sæti á "landsvísu" með 420 stig eftir þessa fyrstu umferð og er það gæsilegur árangur en það eru 3036 lið skráð í keppnina þegar þessi orð eru rituð. Ég er með þrjú lið í keppninni en aðeins eitt í hópnum Apollon, eitt af liðunum mínum er með 380 stig í 78. sæti á landsvísu. Guðni, ég skal ná þér...Ég hvet menn til að láta vita hver er eigandi hvers liðs, það eru ekki allir sem lesa þessa síðu mína sem eru að keppa en ég tel að meirihlutinn geri það. Ef þú veist hver á eitthvað lið láttu þá vita hér í comments.

Eigendur sem ég veit um:

Mendozas fat dogs 410 = Guðni
Komaso! 320 = Ég
Winchtestertonfieldville Wallabees 290 = ???????
Wengers understudy. 280 = Gunnar Þóris.
Góðbjór Albions 260 = Kiddi Nonni.
Houllier 250 = ??????
Butts_BlingBling 240 = Sævar háfjallahundur
Ólafsrauður 210 = Haddi Thor.
Gúrkan 180 = Bjössi
Hudz F.C 130 = Höddi
Scotland FC 0 = ???????
F.C Tinni 0 = ??????

Engin ummæli: