föstudagur, 6. ágúst 2004

Djammæli

¡Buenos días todo! Hoy es el viernes y eso es muy bueno. Tengo una naranja en el bolsillo de mis pantalones. ¿Entiende usted? Usted es una persona muy estúpida.
Ef þið viljið vita hvað stendur þarna þá bendi ég á þessa síðu: www.freetranslation.com.

En að allt öðru. Dýa kom í bæinn í gær, ég sótti hana á Selfoss eftir að Ólöf skutlaði henni þangað, kann ég henni bestu þakkir fyrir, alltsvo Ólöfu. Við skoðuðum hluta af Reykjavík síðdegis og fram á kvöld og fórum svo á Café Viktor að smakka bjórinn þar, Siggi Sig og Hjördís Guðrún voru einnig með í för. Elís Aðalönd kíkti einnig á okkur í rauða jakkanum sínum og með pípuhattinn og við fórum yfir stöðuna með honum.


Nú fer Hommastoltshelgin að flæða yfir og verður því örugglega líf í tuskunum í kvöld og annað kvöld í bænum. Hommar og lesbíur eru mjög eðlilegt fólk eins og sést mjög vel á þessu Gaypride-dögum. Ég hef ekkert á móti hommum og það sést best á því að margir af mínum bestu vinum eru hommar.


Annars er fyrirhugað að heiðra Mikka mág í kvöld í þrítugsafmælispartíi hans á skemmtistað hér í borginni, erfitt er að spá um framvindu mála er það varðar, hver veit nema að maður fái sér aðeins í litlutánna. Ætlar einhver lesandi hér að lyfta sér upp í kvöld? Endilega segðu frá.

Engin ummæli: