mánudagur, 9. ágúst 2004

Owen á leið frá Liverpool?

Nýjustu fréttir frá fréttaritaranum Birni Kr. Rúnarssyni sem staddur er á Internetinu.

Viðræður milli Liverpool og Michael Owen um framlengingu á samnings leikmannsins eru komnar í hnút eftir að fréttir bárust af áhuga stórliða Real Madrid og Barcelona á Owen. Samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar en Owen vill ekki fara frá liðinu á frjálsri sölu og því þyrfti liðið að selja leikmanninn sem fyrst til að fá kaupverð fyrir hann. Líklegt þykir því að Owen muni ekki spila leikinn gegn Grazer AK í undankeppni Meistaradeild Evrópu í kvöld(hmmm...???) þar sem Owen yrði ekki löglegur með öðrum liðum en Liverpool í Evrópukeppninni, sem myndi eflaust hafa áhrif á áhuga spænsku liðanna á honum.


Engin ummæli: