miðvikudagur, 4. ágúst 2004

Illt gerir engum gott

Jæja ég er að skríða saman eftir að hafa lesið um væntanlega lýsendur á enska boltanum, þetta verður bara að hafa sinn gang. Ég verð bara að fá að vita með fyrirvara hvort að Gunnar Helgason er að lýsa og fara þá bara á pöbb að horfa með breskum lýsendum. Maður verður að líta á björtu hliðarnar, hugsa sér eitthvað verra en það sem manni finnst slæmt. Til dæmis hvernig það væri ef Geir Ólafson væri að lýsa leik.
Annars er ofboðslega rólegt að gera hér í vinnunni, það er greinilegt hvað minnkar að gera hér yfir sumartímann, sólin hækkar á lofti = veikindi(andleg/líkamleg) minnka í þjóðfélaginu. Það er líka rólegt í slysadeildinni, t.a.m. þarf ekki að afgreiða þar þykka stafla af slysatilkynningum frá Íslandspósti þar sem þeir eru að tilkynna um hálkuslys bréfbera sinna. Þetta er dæmi um það hvað er kostnaðarsamt að búa svona norðarlega, það er ansi dýrt fyrir Ríkið að sponsera fólk yfir vetrartímann, væri gaman að sjá tölur um þetta einhversstaðar. Veðráttan mótar mannlífið hér og það held ég að sé til dæmis ástæðan fyrir því hvað íslendingar eru mikið skorpufólk. Við viljum taka verkefnið sem fyrir höndum ber og rusla því af og hvíla okkur svo vel á eftir, fara í sólina og verðlauna okkur. Það þýddi t.d. ekki fyrir bændur í gamla daga að vera allt árið að byggja hlöðu, það þurfti að gera sem mest yfir sumartímann þegar vel viðraði og helst að klára málið í einum rykk. Sjáið til dæmis þessa góðlegu konu, Járngerði, hér fyrir neðan. Hún hefur örugglega ekki viljað að Steingrímur gamli væri mikið að drolla með skófluna úti á hlaði á Snjáldólfsstöðum. "Steingrímur! Ætlarðu að vera að þessu langt fram á vetur!!" Já, blind er feigs manns för.

Engin ummæli: