miðvikudagur, 25. ágúst 2004

Mokstur og lestur

Eftir vinnu á mánudaginn tókum við Atli skorpu í mokstri úti í garði hjá honum, okkur fannst yfirborð jarðvegsins á lóðinni hans fullhátt og því tókum við þá ákvörðun að við þyrftum að lækka það um 30 cm. eða svo. Þessi mokstur getur þó eitthvað tengst því að hann ætlar að setja upp pall í garðinum hjá sér á næstu dögum.

Fór svo í gær og keypti mér eitthvað af námsbókum fyrir veturinn. Gat ekki stillt mig um að gæða mér á bókinni "Réttarfar í hnotskurn" sem fjallar um réttarfar, í hnotskurn semsagt... Núna veit ég allt um héraðsdómstóla, hæstarétt, landsdóm, gerðardóm, félagsdóm, kjaradóm, djöfuldóm og sjúkdóm.

Clinton kom og hreif landann og þar á meðal mig, það er eitthvað við þennan mann sem hrífur mann. Hann er ekki þessi týpíski pólitíkus að hlusta á.Annars er ekki mikið sem mér liggur á hjarta eins og er. Bloggandinn er ekki yfir mér þessa dagana, hann hlýtur að láta sjá sig innan tíðar.

Engin ummæli: