fimmtudagur, 19. ágúst 2004

Frí í fríinu

Nú er skólinn óðum að nálgast og ekki laust við að maður sé að fá smá fiðring. Það virðist ekkert breytast þó að maður sé að slaga í þrítugt, ætli það sé ekki bara eðlilegt. Er þessa dagana að reyna að redda mér bókum að láni eða ódýrt og hér fyrir neðan er bókalistinn ef þið skilduð vera með eina af þessum bókum uppi í hillu eða í hanskahólfinu í bílnum.

Inngangur að lögfræði haust 2004

Lesefni.
1. Andri Árnason: Réttarfar í hnotskurn. Rv. 2003.
2. Ólafur Lárusson (Andri Árnason sá um útg.): Kaflar úr kröfurétti Ólafs Lárussonar. Rv. 2003.
3. Andri Árnason: Þættir úr persónurétti. Rv. 2001 (fjölrit).
4. Arnljótur Björnsson: Skaðabótaréttur. Rv. 1999.
5. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944.
6. Róbert R. Spanó: Almennt um refsiheimildir og skilyrði refsiábyrgðar. Rv. 2004 (fjölrit til kennslu).
7. Róbert R. Spanó: Stjórnsýslukerfið og meðferð mála fyrir stjórnvöldum - samantekt. Rv. 2004 (fjölrit til kennslu).
Almenn Lögfræði haust 2004

Lesefni.
1. Ármann Snævarr: Almenn lögfræði. Rv. 1989 – ljósprentað fjölrit valinna kafla til kennslu.
2. Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar. Rv. 1996 eða síðari útg.
3. Sigurður Líndal: Um lög og lögfræði, grundvöllur laga – réttarheimildir. Rv. 2002.
4. Sigurður Líndal: Inngangur að lögfræði III. Þjóðréttarreglur I., II. og III. Að mestu óbr. frá hausti 1999.
5. Sigurður Líndal: Um birtingu laga og annarra fyrirmæla. Úlfljótur, 2. tbl. 57. árg. 2004. (Væntanlegt í september nk.)
6. Skúli Magnússon: Hin lagalega aðferð og réttarheimildirnar. Rv. 2003.

Hliðsjónarefni:
7. Jón Steinar Gunnlaugsson: Um fordæmi og valdmörk dómstóla. Rv. 2003.
8. Skúli Magnússon: Fordæmi Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. Úlfljótur 2002, 2. tbl., bls. 191.


Þetta er óneitanlega spennandi listi og ég get ekki beðið eftir því að rífa þessar bækur í mig! Þetta verður mikill lestur og mig hlakkar jafn mikið til og mig kvíðir fyrir. Fékk ráð hjá vini frænda míns, Gunnari Erni, hann sagði; "bara lesa eins og tittlingur og massa beinagrindurnar!". Skilaboð móttekin.Menn geta enn skráð sig í Draumadeildina og ég hvet menn til þess hér með. Það gladdi mig að sjá að Sævar gaur hefur fengið skilaboðin frá mér og er hann eigandi liðsins "Butts_blingbling". Hann vill vinna keppnina en ég held að það sé alveg vonlaust hjá honum, hann heldur með Manchester United og það segir allt sem segja þarf.


Alveg var það dæmigert að Íslendingar myndu vinna Ítali í gær eins og allir vita. Þetta er yfirleitt alltaf þannig með íslensk landslið að þau gera hið ótrúlega þegar enginn býst við því af þeim, eins og í gær. Svo byggjast upp væntingar hjá landanum og það fer umræða í gang í fjölmiðlum um það að "við getum sko unnið hvaða stórþjóð sem er á góðum degi". Næsti leikur er 4. september að ég held og er hann í undankeppni HM 2006, alvöruleikur semsagt. Þá mætti segja mér að við myndum tapa eða skíta almennt á okkur í þeirri undankeppni vegna þess að þá er pressa og það þolum við ekki virðist vera. Liðin með okkur í riðlinum eru Svíðþjóð, Króatía, Búlgaría, Ungverjaland og Malta. Íslensk íþróttalið virðast þrífast á vonleysi eins undarlega og það kann að hljóma.


Nú er búið að lána El-Hadj Diouf (eða hvernig sem það er skrifað) til Bolton og fagna ég því. Hann virðist vera spjátrungur og ég vona að hann standi sig frábærlega hjá þeim svo að við getum selt hann á buns of money seinna.


Langar líka að benda á ömurlegan dagskrárlið á Sýn í kvöld sem ég get ekki ímyndað mér að markhópur Sýnar hafi áhuga á, þeir hafa sennilega ruglast við það að tapa baráttunni um Enska boltann:
21:00 Sven and Me - Kvennabósinn Sven Goran
Sven Goran Eriksson hefur náð góðum árangri með enska knattspyrnulandsliðið. Hann er samt mjög valtur í sessi enda er einkalíf hans í skrautlegra lagi. Ítölsk unnusta hans til marga ára gaf Svíanum loksins reisupassann eftir enn eitt framhjáldið. Í fyrra svaf Sven Goran hjá veðurfréttastúlka en nýjasta viðhaldið er ritari hjá enska knattspyrnusambandinu. Hún heitir Faria Allam og segir hér sína hlið á málinu í opinskáu viðtali.
Jesús minn.


Ég fer á Hellu á morgun og ætla ekki að taka þátt í Menningardegi/nótt. Hefði verið til í það undir öðrum kringumstæðum en ég held bara að það sé komið nóg af þessu útstáelsi í sumar, það hefur varla ein helgi dottið út dagskrárlaus. Ég ætla bara að sitja á naglabrettinu mínu um helgina með handklæði um hausinn og íhuga.


Og einn brandari í lokin í tilefni af ólympíuleikunum:
George W Bush begins his speech to open the Olympic Games. "Ooooooo! Ooooooo! Ooooooo! Ooooooo! Ooooooo! An aide comes over and whispers: "Mr President, those are the Olympic rings, your speech is below!"Engin ummæli: