mánudagur, 9. ágúst 2004

Með pening inná kuntunni?

Hvað er að gerast?! Fór útí sjoppu áðan og ég fékk svona flash-back frá því að ég var á Spáni síðast, þvílíkt Suður-Evrópu loftslag einhvernveginn. Og þar fyrir utan þá vaknaði ég við þrumuhljóð á Hellu í nótt sem er ekki venjulegt og ég man ekki hvenær ég heyrði þrumuhljóð síðast. Fyrir utan þetta í nótt.
Við þetta hlýindaskeið má búast við að áhyggjur verkkaupa í Kárahnjúkum minnki ekki, verður athyglisvert að fylgjast með því öllu saman. Það hlakkar væntanlega í jarðvinnuverktökum og öðrum verktökum þarna uppfrá sem vinna örugglega dag og nótt þessa dagana til að stöðva vatnsflauminn.Fór annars með Dýu og Tinnu frænku í afmæli til Mikka á föstudagskvöldið. Þar hittum við fyrir meðal annarra Rúnar og Möggu, Frikka og Möggu, Vedda Gauta og allskonar fólk. Þetta var mjög gaman, talaði mikið við Vedda og var það mjög athyglisvert og mál til komið að hitta hann öðruvísi en á einhverjum hlaupum.

Eftir afmælið fórum við nokkur á flandur um bæinn. Fyrst fórum við á Grand Rokk og stoppuðum þar ákaflega stutt, hitti Himma vin hans Palla þar og Maximo Ortega snilling frá Ekvador sem er gamall vinnufélagi minn og vinur. Þess má geta að orðið "cuenta" á spænsku þýðir "bankareikningur" á íslensku (borið fram "kunta") og hann fékk að kynnast því á sínum fyrstu árum á Íslandi í bankaviðskiptum sínum þegar hann var að blanda saman ensku, spænsku og íslensku. "Ég ætla að leggja þessa pening inná kuntuna mína" sagði hann saklaus og hjartahreinn í nokkra mánuði við gjaldkerann í viðskiptabankanum sínum. Þegar hann komst að því hvað var vitlaust í þessari málfræði þá fattaði hann afhverju það var alltaf brosað svona extra mikið til hans þegar hann kom í bankann.Svo var haldið á Pravda, sem ég var mjög mótfallinn, og sem betur fer kom einhver andstyggð á liðið um leið og við stigum þar inn í anddyrið og við fórum frekar á Hressó. Þar hitti ég Palla Guð og seinna Rúnar Pálmars. Vorum þar inni í dágóða stund þangað til að Bakkus yggldi brýrnar og við fórum út. Svo var tekið stutt stopp á Sólon og síðan farið að sofa enda orðið löngu tímabært.

Það þarf varla að nefna það en það er leikur, GAK V LIVERPOOL, á þriðjudagskveldið kl: 18.45 og því spyr ég menn; hvar á að horfa? Ég ætla á einhvern pöbb sennilega. Notið commentakerfið.

Engin ummæli: