fimmtudagur, 9. september 2004

Ýrist nánast ekki neitt!

Enginn skóli í dag frekar en aðra fimmtudaga og því fór dagurinn í undirbúning á nýjum dvalarstað. Spartla, mála, skera, kroppa, skrúfa, slíta, skafa og fleira í þeim dúr. 4Setinn málaði og ég var eitthvað að flækjast fyrir honum á meðan. Það er gott að hafa svona vanan mann á rúllunni, hann talaði fjálglega um málninguna og hafði það á orði að hún ýrðist nánast ekki neitt. Verkin eftir hann eru víða og er eitt af hans bestu verkum þakið á Ljósá sf. Dynskálum 26, Hellu. Ég hvet fólk til að gera sér sérstaka ferð þarna austur til að berja þetta listaverk augum. Ótrúlega vel að verki staðið.

Nú þurfa þeir sem ekki eru búnir að stilla upp liði sínu í Draumliðskeppninni að fara að gera það, það líður að næstu umferð.

Mæli með þessu hér.

Nokkrir tóku þátt í myndagetrauninni sem ég setti fram í gær. Danakonungur þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort þurfi að varpa hlutkesti um svarið, því hann hafði rangt fyrir sér eins og Dýa. Hins vegar höfðu 4Setinn og Forsætisráðherra Góðbjórs RÉTT FYRIR SÉR og óska ég þeim innilega til hamingju. Forsætisráðherra fær fullt hús en þó mínusstig fyrir að nefna tvo menn, en reddar sér með því að fá plússtig fyrir að spotta Sammy Lee fyrir aftan Myndgautinn. 4Setinn fær fullt hús án allra málalenginga, hann nefndi Owen og engan annan. Þeir hljóta naflaló í verðlaun og geta sótt hana úr naflanum á mér hvenær sem er.

Hér er Owen fyrir og eftir:Nú hristi ég fram úr erminni aðra myndgátu. Hver er maðurinn?

Engin ummæli: