föstudagur, 17. september 2004

Grillið glamraði

Það er oft talað um að allir hafi einn hæfileika eða náðargáfu. Bjórmálaráðherra er með innbyggðan stafrænan afruglara! Spurning hvort að hægt sé að tengja Sýn í gegnum hann og fá óbrenglaða mynd úr sjónvarpinu? Væri gaman að prófa það... Harry Redknapp var góð ágiskun hjá Helga en röng engu að síður.

Hér er upprunalega myndin af John Candy:


Verðlaunin eru notað Mikka Mús-plastglas með allskonar skrúfum í.


Hér er svo Harry Reknapp fyrir þá sem ekki þekkja kauða, ekkert ólíkur brengluðu myndinni :):Annars einkennast dagarnir af því að leita að sófasetti og borðstofuborði. Þannig að ef þú eða einhver í kringum þig lumið á slíku þá er það vel þegið, verðið verður að vera í sögulegu lágmarki að sjálfsögðu. Fórum í Góða hirðinn í dag en okkur leist ekkert sérstaklega vel á það sem þar var, þetta var bara dýrt og pissublettur í öllu. Annars stakk ég upp á því við Dýu að fylgjast með minningargreinunum í Mogganum og hafa svo uppá dánarbússtjóranum og gera bissness við hann. Svolítið nasty en maður verður að reyna að bjarga sér einhvernvegin. Svo er líka hægt setja auglýsingu í DV sem gæti hljómað eitthvað á þessa leið: "Varst þú að deyja? Ef svo er þá get ég losað þig við búslóðina á fljótlegan og auðveldan hátt. Hringdu í síma 699-0799 og ég kem um hæl!" Þeir sem ekki þola svona húmor geta fengið sér tissjú.

Þetta verður að duga i dag, minni á Draumaleikinn fyrir þá sem eru með lið.

ps. mig dreymdi sökkvandi skip og náttúruhamfarir einhverskonar í nótt....úúúúú.

Engin ummæli: