mánudagur, 6. september 2004

Þjófur um hábjartan dag

Gott kvöld.

Helgin þessi var ansi róleg og græt ég það ekki. Fínt að taka svona gersamlega steindauða helgi svona öðru hvoru. Horfði á landsleikinn í fótbolta og þeir klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn, vitna í bloggið mitt frá því á föstudaginn:
"Auðvitað vona ég að þeir vinni en ég er ansi hræddur um að við hrökkvum í sama farið og áður þ.e.a.s. að sýna ekki okkar besta leik þegar á reynir."
Já það getur verið þreytandi að hafa alltaf rétt fyrir sér

Fór í skólann í morgun eins og lög gerðu ráð fyrir, þetta ætlar að verða ansi mikill lestur sýnist mér og ég held bara að ég verði að hafa mig allan við að skipuleggja tímann næstu daga. Brjálað að gera.

Nú fer að líða að næstu umferð í Enska boltanum og Draumadeildin er enn í fullum gangi þótt að það sé búin að vera ansi löng pása núna vegna landsleikja. Minnir mig á það að ég sá að það var eitt lið búið að bætast í hópinn; Sir Drink alot. Hver er eigandi þess liðs, veit það einhver? Ég veit heldur ekki ennþá hverjir eiga liðin F.C. Tinni, Scotland FC og Houllier. Ef þeir eru að lesa þá mega þeir láta ljós sitt skína.

Var að skoða dóma á Hæstiréttur.is og vantaði eitthvað leitarorð til að prófa leitarvélina, það eina sem mér datt í hug var Árni Johnsen. Þvílík lesning, kallinn hefur verið ansi bissí þegar hann var uppá sitt besta. Hér er smá sýnishorn úr ákærum fyrir héraðsdómi, gamalt en sígilt:
1. eldhús- og baðinnréttingu sem hann tók út hjá Samnorræna, Reykjavík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni Ístaks h.f. til sölufyrirtækisins.

2. ýmis hreinlætistæki og pípulagningaefni sem hann tók út hjá Tengi ehf., Kópavogi, samkvæmt reikningi dagsettum 8. júlí 1997 að fjárhæð kr. 231.810 og lét greiða af fjárveitingum byggingarnefndarinnar.

3. fánastöng, límtrésbita, sem hann tók út hjá Stálsmiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyrirtækisins.

4. álstiga sem hann tók út hjá Húsasmiðjunni hf., Reykjavík, í viðskiptareikning Ístaks hf. samkvæmt beiðni Ístaks hf. til sölufyrirtækisins.

5. þjóðfána og veifur sem hann tók út hjá Íslensku fánasaumastofunni, Hofsósi, samkvæmt reikningi dagsettum 16. ágúst 1999 að fjárhæð kr. 247.133 og lét greiða af fjárveitingum byggingarnefndarinnar.

Og svo framvegis..........og svo framvegis..............

Ég nennti náttúrulega ekki að lesa þetta allt en dómurinn er hér ef þið hafið nægan tíma. Munið eftir þessu þegar hann býður sig fram í næstu alþingiskosningum.

Engin ummæli: