miðvikudagur, 8. september 2004

Getraun dagsins

Núna er maður hér í Hafnarfirðinum að hlusta á Michael Jackson með 4Setanum, hver veit nema að við tökum nokkur dansspor þegar líður á daginn. Ekki mikið að gerast en þó er ég sennilega að fara austur á Hellu í kvöld. Það líður að flutningum í aðra íbúð sem verður staðsett í Engihjalla í Kópavogi, þá getur 4Setinn kannski átt eitthvað einkalíf loksins. Hann er sjóðandi heitur piparsveinn um þessar mundir og þarf space til að athafna sig...

Talandi um space, það verður sennilega of mikið af því í nýrri íbúð og við þurfum að redda okkur sófasetti ódýrt eða gefins sem gott er að hlamma sér í fyrir framan sjónvarpið. Áttu eitthvað?

Svo er hér myndgetraun að lokum. Var að fikta í Photoshop með frægan erlendan einstakling. Hver er maðurinn?

Engin ummæli: