þriðjudagur, 14. september 2004

Það fer nú að verða verra ferðaveðrið

Michael Landon var það heillin eða Karl Ingalls eins og hann var kallaður á sunnudögum hér í den tid.

Það er ljóst að ég er að vanmeta lesendur og verð því að fara að leggjast undir feld og finna eitthvert algjört skoffín til að breyta. Bjórmálaráðherra fær harðnaða málningarrúllu í verðlaun og getur sótt hana hvenær sem er.


Eins og Palli sagði í commenti við innlegg gærdagsins þá er ég á einhverju "runni" ef "run" má kalla í Draumaleiknum. Er (lang)efstur í lókal-hópnum og í 51. sæti yfir heildina af 4204 liðum. Hérna er staðan svo að ég monti mig aðeins meira, fyrst er nafn liðs svo koma heildarstig og að lokum stig fyrir síðustu umferð.

Hópur: Apollon

Komaso! 1640 540 = ég
Wengers understudy. 1480 380 = Gunnar Þóris
Hudz F.C 1480 480 = Höddi
Winchtestertonfieldville Wallabees 1470 430 = Palli fjallagíraffi
Scotland FC 1450 370 = ???
F.C Tinni 1440 350 = ???
Góðbjór Albions 1440 410 = Kiddi Nonni
Mendozas fat dogs 1320 380 = Guðni Sighvats
Gúrkan 1310 370 = Bjössi lax
Houllier 1230 390 = ???
Butts_BlingBling 1200 340 = Sævar fjallhundur
Ólafsrauður 1030 340 = Haddi Thor
Sir drink alot 460 460 = ???


Þeir sem eru með spurningamerki fyrir aftan veit ég ekki enn hverjir eru og því mega þeir tilkynna sig í commenti hér fyrir neðan.


Ég þurfti að skafa rúðurnar á bílnum í morgun, fari það í kolað.


En nú er kominn tími til að hætta þessu bloggstandi því að þessi stuðbolti hér fyrir neðan er kominn í pössun.

Engin ummæli: