föstudagur, 10. september 2004

Maður dagsins og gærdagsins

Nenni ekki að blogga en ég verð að líma þetta hér inn sem ég fékk í pósti í dag:

Skilaboð til UNGLINGA og foreldra þeirra.
Bill Gates hélt nýlega fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í
Bandaríkjunum. Hann talaði um reglurnar 11 sem þau hafa ekki og munu ekki læra um í skólanum. Um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem að munu skila nýrri kynslóð út í þjóðfélagið dæmdri til að mistakast. Elskaðu hann eða hataðu, en víst er að hann hittir hér naglann á höfuðið.


Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast því.

Regla 2: Veröldinni er sama um þitt sjálfsálit. Allir ætlast til að þú áorkir einhverju áður en þú ferð að vera ánægð/ur með sjálfa/n þig.

Regla 3: Þú munt ekki þéna 4 milljónir á ári strax þegar þú útskrifast úr skóla og þú verður ekki framkvæmdastjóri fyrr en þú hefur unnið fyrir því.

Regla 4: Ef þér finnst kennarinn þinn strangur og erfiður, bíddu þangað til að þú færð yfirmann.

Regla 5: Að snúa hamborgurum á skyndibitastað er ekki fyrir neðan þína virðingu. Amma þín og afi áttu til annað orð yfir það að snúa hamborgurum. Þau kölluðu það TÆKIFÆRI.

Regla 6: Ef þú klúðrar, þá er það ekki foreldrum þínum að kenna svo hættu að væla og lærðu af mistökunum.

Regla 7: Áður en þú fæddist þá voru foreldrar þínir ekki svona leiðinleg eins og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að: hafa borgað fyrir uppeldi þitt, þvo fötin þín, þrífa til draslið eftir þig og hlusta á hvað þú ert COOL og þau eru hallærisleg. Svo áður en þú og vinir þínir bjargið regnskógunum og leysið heimsmálin, reyndu þá að taka til og koma reglu á herbergið þitt.

Regla 8: Það getur vel verið að skólinn útskrifi bæði sigurvegara og tapara en lífið gerir það EKKI. Í sumum skólum er hægt að taka sama prófið aftur og aftur.Þannig er þetta ekki úti í atvinnulífinu.

Regla 9: Lífið skiptist ekki í annir og þú munt ekki hafa frí öll sumur. Mjög fáir samstarfsmenn munu hafa áhuga á að hjálpa þér að finna sjálfanþig. Gerðu það í þínum eigin tíma.

Regla 10: Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.

Regla 11: Vertu NICE við nördana í skólanum, það endar mjög líklega með því að þú þarft að vinna hjá einhverjum þeirra.


Bill Gates, nörd í skóla.

Hér er næsta gáta:Er að fara að mála, þeir sem vilja hjálpa mér eru velkomnir.
S: 699-0799.


Engin ummæli: