mánudagur, 17. janúar 2005

Loðinn lúsífer

Þó að ég sé ekki í miklu bloggstuði þessa dagana þá finn ég mig knúinn til að halda áfram birtingu á vikulegum úrslitum í Draumaleiknum sem við nokkrir félagar erum að keppa í til dægrastyttingar.

Leiknum var skipt í tvennt, fyrri og seinni umferð, og lauk fyrri umferð um áramót. FC Hudz(Höddi frá Lyngási) skaut eldri og reyndari mönnum ref fyrir rass á lokasprettinum og sigraði semsagt þessa fyrri umferð. Ég þykist vita að aðrir keppendur séu ekki alveg sáttir við þessi úrslit og ætli að hefna ófaranna, ég er þar á meðal. Eins og sést á færslunni frá 23. des 2004 þá var ég efstur og nokkuð brattur með mig en allt kom fyrir ekki.

En nú er búið að núlla allt heila klabbið og þá sitja allir við sama borð á nýju ári. Þeir sem voru í neðri hlutanum í hópnum hljóta að vera hæstánægðir með þetta fyrirkomulag, t.d. Gúrkan(Bjössi) og Butts_BlingBling(Sævar fjallahundur).

En eins og sjá má hér á myndinni fyrir neðan þá skeit ég á mig bleyjulaus í þessari fyrstu umferð ársins og er langneðstur. Ég gæti kannski reynt að koma með einhverjar afsakanir en þegar öllu er á botninn hvolft þá valdi ég bara vitlaust í liðið. Ég er vanur því að fara ekki alveg hefðbundnar leiðir í mannavali þegar ég er að keppa í svona leikjum og það hefur reynst mér happadrjúgt hingað til þó að stöku sinnum klikki það eins og t.a.m. núna. Mér til málsbóta þá get ég upplýst um það að ég er með tvö önnur lið í Draumaleiknum og annað þeirra fékk 480 stig, sem hefði dugað til að lenda í öðru sæti í hópnum Apollon eftir þessa umferð.En semsagt FC Tinni(Ívar Örn frá Hellu) er maður vikunnar en það má í raun segja að þeir sem náðu yfir 400 stiga múrinn séu yfirmennirnir þangað til að næsta umferð rennur upp.

Ég vil taka það fram að ég þoli ekki að byrja illa í keppnum sem þessum. Þetta minnir mig á þegar maður fer í golfmót í góðum fíling og ætlar að vanda sig og vera skynsamur, 18 holur framundan, 5 klukkutímar af vonandi góðu golfi en svo fær maður sprengju á fyrstu holu og eyðileggur skorið gjörsamlega. Dagurinn ónýtur. Þetta minnir mig semsagt á það en það sem bjargar þessu varðandi þennan Draumaliðsleik er að keppinautarnir eru svo miklar pissudúkkur að það er ennþá góður möguleiki að sigra þetta...

Engin ummæli: