mánudagur, 21. mars 2005

Langaði bara að...

...segja Hæ. Alive með Pearl Jam hljómar nú í eyrum mér á meðan ég rita þessi fyrstu orð og það á vel við, ég held að ég sé að lifna við. Er búinn að vera heiladauður nánast síðustum misseri og hef ekki fundið ástæðu til að vera mikið að tjá mig. Það er reyndar ekki nein sérstök ástæða núna heldur nema sú kannski að stundum verður maður bara að láta vita að maður sé til. Get varla útskýrt það öðruvísi. :)

Byrjaði í nýrri og spennandi vinnu með skólanum um mánaðamótin síðustu og er núna titlaður gæða- og starfsmannastjóri á fasteignasölu hér í borg, og svo var ég að frétta það í dag að ég muni vera vefstjóri yfir sjö misstórum vefsíðum á þeirra vegum þannig að það ætti að vera nóg að gera á næstunni. Eins og sést þá er mikið af stjóratitlum í þessu en það er nú bara fyndið og skiptir engu máli en þó segir það meira en orðið fulltrúi. Ég var tryggingafulltrúi í Tryggingastofnun Ríkisins en ég vissi aldrei hvað orðið fulltrúi þýddi almennilega. Stjóri stýrir en hvað gerir fulltrúinn? Fulltrúir hann? Trúir hann á fullu? Hvað er til dæmis markaðsfulltrúi?Hér er Draumadeildin, nennti ekki að föndra mynd copy/paste verður að duga:


Lið í þessum hóp Stig Stig í síðustu umferð

Butts_BlingBling 2780 340 [Eyða þessum úr hópnum]
kingpin fc 2620 490 [Eyða þessum úr hópnum]
Góðbjór Albions 2620 340 [Eyða þessum úr hópnum]
Komaso! 2610 320 [Eyða þessum úr hópnum]
Mendozas fat dogs 2610 300 [Eyða þessum úr hópnum]
Wengers understudy. 2550 280 [Eyða þessum úr hópnum]
Hudz F.C 2540 290 [Eyða þessum úr hópnum]
Winchtestertonf 2540 460 [Eyða þessum úr hópnum]
F.C Tinni 2500 340 [Eyða þessum úr hópnum]
Gúrkan 2400 410 [Eyða þessum úr hópnum]
Ólafsrauður 2010 300 [Eyða þessum úr hópnum]


Sævar er á toppnum, Haddi í duftinu. Aðrir eru þar á milli. Punktur.Speki í lokin:
Lífið er allt í strikum, á maður að forðast þau eða á maður að fara yfir þau? Á maður að taka sénsa?

Engin ummæli: