fimmtudagur, 5. maí 2005

Kristi Himmalsferðadagurinn

Já það er uppstigningadagur í dag eins og fyrirsögnin segir. Einhverntíman var logið að mér að uppstigningadagur myndi útleggjast á færeysku "jesúfertilhimnaferðalagadagurinn" en ég hef aldrei séð eða heyrt það í ræðu né riti síðan þannig að ég held að það sé bara kjaftæði, en hugmyndin var góð.

Nú er rúmur mánuður síðan ég setti eitthvað hérna inn og það mætti segja mér að bloggferillinn sé mikilli niðurleið þessi misserin og ég get ekki séð að hann sé eitthvað á leiðinni upp aftur á næstunni því að sumarið er að smella á og þá verður maður sennilega minna við tölvuna. Sjáum til.

Það hefur verið mikið að gera í vinnunni og ég er búinn að læra mikið um fasteignaviðskipti á þessum tveimur mánuðum sem ég hef verið í þessari vinnu. Að vísu hefur það tekið mikinn tíma að taka fólk í atvinnuviðtöl og er lúmskt gaman að því að vera hinum megin við borðið hvað þetta varðar. Maður hefur stundum átt bágt með sig að fara ekki að hlæja þegar maður sér hvernig fólk bregst við þegar það er stressað og þarf að innbyrða mikið af upplýsingum á stuttum tíma. Það virðist til dæmis vera mjög sterkt í mannskepnunni að viðurkenna ekki fávisku sína heldur reyna að láta líta svo út að allt sé "under control". Maður hefur nú svosem oft verið í þeirri aðstöðu í lífinu þó svo að ég reyni að halda því í lágmarki. Það er fátt leiðinlegra en að hlusta á fólk sem þykist vita eitthvað. Heimspekingurinn Sókrates lagði mikið á sig til að rannsaka þennan þátt í mannskepnunni og uppskar dauðadóm fyrir....minnir mig....þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni.

Ég vona að ég sé ekki sá eini sem á eftir að taka nagladekkin undan bílnum en það hefur eitthvað verið á reiki hvaða lög og reglur gilda um sektir hvað þetta varðar þannig að ég fór á stúfana og þetta er niðurstaðan:

Ráðherra virðist hafa heimild í umferðarlögum til að setja reglur um búnað ökutækja
VIII. Um ökutæki.
Gerð og búnaður.
59. gr. [Ökutæki skal svo gert og því haldið í þannig ástandi að nota megi án þess að af því leiði hættu eða óþægindi fyrir aðra eða skemmd á vegi.]1)
Eigandi eða umráðamaður ber ábyrgð á, að ökutæki sé í lögmæltu ástandi.
Ökumaður skal gæta þess, að ökutæki sé í góðu [ástandi].1) Sérstaklega skal þess gætt, að stýrisbúnaður, hemlar, merkjatæki og ljósabúnaður séu í lögmæltu ástandi og virki örugglega. Sama á við um eftirvagn og tengitæki, svo og tengingu þeirra og tengibúnað.
1)L. 44/1993, 14. gr.
60. gr. [Ráðherra]1) setur reglur2) um gerð ökutækja og búnað þeirra og öryggis- og verndarbúnað fyrir ökumann og farþega, svo og hvaða áletranir og merki skuli setja á ökutæki vegna skráningar eða eftirlits.

Þá er að skoða reglugerð ráðherra, tók það helsta úr
16.02 Hjólbarðar með nöglum eða keðjum.
(1) Þegar snjór eða ísing er á vegi skal hafa snjókeðjur á hjólum eða eftir akstursaðstæðum annan búnað, t.d. grófmynstraða hjólbarða (vetrarmynstur), með eða án nagla, sem veitt getur viðnám. Óheimilt er að nota keðjur þegar hætta er á að það valdi skemmdum á vegi.
(6) Keðjur og neglda hjólbarða má ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Aha! Hvenær er þörf?

Og hér er reglugerðin sem kveður á um sektir vegna brota á umferðarlögum
VIII. KAFLI (59. – 70. gr.). Um ökutæki.

59. gr. Gerð og búnaður (sbr. 1. mgr. 60. gr.):
1. mgr.: Hætta eða óþægindi leiða af ökutæki 5.000
-hélaðar rúður 5.000
2. mgr.: Gerð og búnaði ökutækis áfátt.
Eigandi/umráðamaður:
a) Áletranir eða merki 5.000
b) Stýrisbúnaður 10.000
c) Hemlar 10.000
d) Ljósker eða glitaugu 10.000
e) Aðbúnaður ökumanns eða farþega 5.000
f) Útsýn 5.000
g) Öryggisbúnaður 5.000
h) Hraðamælir 5.000
i) Hjólabúnaður
- fyrir hvern óhæfan hjólbarða 5.000
- nagladekk án heimildar 5.000
j) Tengibúnaður 10.000
k) Búnaði fyrir farm áfátt 10.000
l) Hljóðmerkisbúnaður 5.000
m) Útblásturskerfi í ólagi 5.000
Ökumaður: Helmingur af tilgreindri upphæð
Reiðhjól:
a) hemlabúnaði áfátt 5.000
b) ljósum og glitmerkjum áfátt 5.000
c) annað 5.000


Þannig að þá er málið að vera alltaf með það á hreinu á hvaða heiðum er snjór og hálka þangað til maður setur sumardekkin undir og segjast vera á leiðinni þangað ef löggan stoppar mann.

Engin ummæli: