fimmtudagur, 10. febrúar 2005

H-karl

Jæja lífið æðir áfram eins og stjórnlaus göngugrind og lítið hægt að gera við því.

Ég er búinn að vanrækja update á Draumadeildinni en nú er komið að úrbótum. Hér eru úrslit síðustu helgar og staðan eins og hún er í dag:Eins og sést þá ætti þessi mynd að snúa akkúrat öfugt þetta ætti að vera í einhverju samhengi við gengi liða fyrir áramót. Nema Ólafsrauður, hann er á sínum stað. Guðni/Fat Dog... er á toppnum eins og er og Höddi/Hudz bróðir hans skrefinu á eftir. Palli/Winchtestertonfieldville Wallabees fengu fæst stig og verður að segjast að brokkgengið er mikið á þeim bænum. En ég get nú lítið sagt víst því að ég er næstlægstur, en það mun breytast áður en yfir líkur. Mér sýnist umferð helgarinnar ætla að vera frekar erfið því spái ég miklum sætaskiptum eftir hana. Sjáum til.


Þorrablót í sveitinni á laugardaginn. Hefur gjarnan verið mikið um kæsta hákarla og æsta karla, spurning hvernig þetta verður núna.

Hér má hins vegar sjá æstan hórkarl:

Þetta var nú sérdeilis fyndið.


Annars er lítið að frétta, nú eru kosningar í H.Í.. Fjórir listar berjast um sæti í Stúdentaráði og einhverju fleiru. Ég get ómögulega æst mig mikið yfir þessum kosningum frekar en öðrum pólitískum kosningum en hef þó tekið afstöðu með Vöku aðallega vegna þess að ég þekki nokkra mæta menn sem styðja Vöku og því er ég í raun að styðja þá frekar en aðra. Viðurkenni það fúslega að ég er hálfgerður vindhani í þessari háskólapólitík og fer frekar eftir tilfinningu en málefnum. Málefnin eru nú líka ósköp svipuð eftir því sem ég fæ best séð, enda er það eðlilegt, allir að vinna að því sama og rótgróin pólitísk hugmyndafræði(sbr. hægri-vinstri) kemur málinu ekki við. Allavega er enginn að boða einkavæðingu eða eitthvað álíka, enda væri það svolítið kjánalegt að einkavæða klósettin eða ljósritunarvélarnar...eða hvað?

Engin ummæli: