þriðjudagur, 18. júlí 2006

Blogg bara til að blogga

Jæja ég var orðinn leiður á síðasta bloggi sem blasti við manni og ákvað því að setjast og rita nokkur orð. Þetta eru að vísu ekki nýjustu fréttir en það er svo langt síðan að ég skrifaði eitthvað að ég verð að láta þetta duga í þetta skiptið.

Margt hefur drifið á dagana en eins og kom fram hér einhverntíman þá skruppum við skötuhjúin til Spánar í 12 daga og höfðum það gott. Gistum í íbúð vinkonu okkar en hún var staðsett í litlum bæ rétt fyrir utan Barcelona. Þetta var ekki hefðbundin pakkaferð eins og oft tíðkast heldur þurftum við að standa á eigin fótum frá A til Ö. Það var mjög þroskandi og skemmtilegt. Tungumálaörðugleikar voru töluverðir alla ferðina en spánverjar eru upp til hópa mjög lélegir í ensku(ef þeir þá tala hana yfir höfuð) en þeir eru hins vegar mjög góðir í spænsku. Við héldum dagbók alla ferðina og ég ætla að birta hérna bút úr einni færslu sem var skrifuð þegar stutt var eftir af ferðinni, á næstsíðasta degi nánar tiltekið:

Því næst tókum við lest til St. Andreu en starfsmaður á lestarstöðinni hafði sagt að "moll" sem þar er væri opið. En þegar við komum þangað eftir rúmlega hálftíma lestarferð og korters göngu í tæplega 30 stiga hita var "mollið" náttúrulega harðlokað! Í dag er sunnudagur og okkur hafði grunað þetta og því hafði ég spurt lestarstarfsmanninn til að vera öruggur, gerði það meira að segja tvisvar til að taka að af öll tvímæli. "Is the shopping center in St. Andreu open today?" "Yes" var svarið. Brosandi spanjólabjáni í rauðri skyrtu kinkaði kolli og sagði "Yes". Algjör fýluferð! Við vorum fólill vægt til orða tekið...


Maður gat náttúrlega hlegið að þessu síðar en þetta var bara eitt af mörgum dæmum um tungumálaörðugleika sem fyrir hendi voru. En þetta gerði það bara að verkum að maður þurfti að bjarga sér meira sjálfur. Maður þjálfaðist líka tölvert í látbragðsleik og hver veit nema að það eigi eftir að bjarga lífi manns einn daginn. Einu sinni þurfti ég að teikna ananas á munnþurrku á veitingastað til að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. Reynið bara að teikna ananas undir álagi og sjáum svo hver hlær...
Meira að segja geltu hundarnir þarna á spænsku en fyrir þá sem ekki vita þá er það ekki þetta hefðbundna "voff!" sem þekkjum svo vel heldur eitthvað svona, "voffó! voffó!" Fyrst sneri maður sér við og fannst þetta mjög skrítið en þetta vandist þó fljótt.

Hérna fyrir neðan er mynd tekin út garðinum fyrir utan íbúðina sem við gistum í:


Maturinn þarna var líka ævintýri útaf fyrir sig, svona svolítið eins og jólaævintýri eftir Hitler. Hérna fyrir neðan er mynd af rosa steik á dýrasta staðnum sem við borðuðum á:


Einmitt, rosa girnilegt. Kartaflan var betri en steikin.

En bjórinn var góður þarna, svona svipaður og annarsstaðar. Stundum fékk maður sér stóran:


Og einstaka sinnum lítinn:


Svo er hérna að lokum mynd af mér að fá mér salat:Hahahahaha, ég er svo mikill grínari.


Annars ætla ég ekki að blogga meira í þetta skiptið því að ekki vil ég drepa lesendur úr hlátri. Einhversstaðar verður maður að draga mörkin.

Engin ummæli: