fimmtudagur, 30. mars 2006

Dear Spammer...*uppfært

Ruslpóstur og óumbeðinn auglýsingapóstur hlýtur að vera einn leiðinlegasti fylgifiskur hins svokallaða veraldarvefs. Ég hef ekki farið varhluta af því og sennilega ekki þú heldur. Hér er skilgreining á ruslpósti eða "spam" á ensku:
"SPAM" mail is the practice of sending massive amounts of e-mail promotions or advertisements (and scams) to people that have not asked for it. Spam mail is controversial and there are many levels of definitions for it. Many times, spam e-mail lists are created by "harvesting" e-mail addresses from discussion boards and groups, chat rooms, IRC, and web pages.


Það eru til nokkrar gerðir af "spami" og flestar þeirra sem stílaðar eru á mig fara sjálfkrafa í "Junk" möppuna mína en einn og einn póstur læðist inn í "Inboxið" mitt og þá þarf ég að færa það handvirkt í "Junk" möppuna. Í 99% tilvika geri ég ekkert nema að færa ruslpóstinn í "Junk" möppuna því að þetta eru yfirleitt einhverjar "spamvélar" sem sjá um að senda þetta á fólk, semsagt það er yfirleitt ekki einhver maður sem er að ýta á "send" takkann þegar ruslpóstur er sendur.

Þessi pistill væri nú frekar þreyttur ef honum lyki núna, þess vegna ætla ég að segja ykkur frá einu tilviki þegar ég svaraði ruslpósti sem mér þótti sennilegt að á bakvið væri manneskja sem væri andlega vanheil og því vildi ég koma til hjálpar.

Til að gera langa sögu stutta þá hafði ég fengið nokkra pósta varðandi það að einhver útlendingur væri í einhverskonar krossför gegn tökuorðum í íslensku tungumáli. Ókei, ekkert að því í sjálfu sér en aðferðin við að kynna það var mér ekki að skapi. Viðkomandi sendi mér ruslpóst og það nokkra, of marga. Hér fyrir neðan eru samskipti mín við þennan ruslpóstmann. Persónur og leikendur eru að vísu þrír; ég, ruslpóstmaðurinn og prestur sem er í samstarfi við ruslpóstmanninn.


Svona leit einn pósturinn út sem ég fékk og ákvað að svara:
"Kæru vinir,

Þetta er grein um xxíslensku á alfræðinetinu (wikipedia): http://xxxxxxxxxxx
og söguna um fjallbarnið, son fjallkonunnar og bergrisans: http://xxxxxxxxxxxxxxxx

Ingibjörg Harðardóttir frá Belgalandi."


Ég ákvað að gera xxxx í slóðina hérna að ofan því að ég vil ekki hjálpa honum að auglýsa þetta bull. Já ég segi honum þó að hér að ofan standi "Ingibjörg" því að ég vissi, eftir stutta rannsókn, að þarna var maðurinn á bakvið ruslpóstinn að nota dulnefni.

Ég svaraði þessum ruslpósti svona. Stutt, laggott og á kurteisislegan hátt:
"Hættu að senda mér póst."


Þá fékk ég þetta svar:
"Dear Sir,

I am not a spammer, Sir. When someone answers I always write back. I
answer 500 mails from Iceladers every day. and every mail is different. I
type so fast that you can hear clicks (small sonic booms). This is a serious
message. Icelandic is dying!! We must purify him. I, timbur-Helgi
nýyrðaskáld have declared the war on loan-words!!

I will not view at the downfall of the Icelandic language without action.
Wipe out the loan-words!

I will not

Best Regards,
Jef"


Þetta var augljóslega ekki svar að mínu skapi og því ákvað ég að að svara aftur. Ég vildi ekki vera að flækja þetta neitt né að eyða miklum tíma því voru skilaboðin skýr frá mér, og enn á kurteisilegan hátt:
"Hættu samt að senda mér póst."


Þennan póst minn hér að ofan fékk ég endursendan frá einhverju sjálfvirku póstkerfi með þessum skilaboðum:
Final-Recipient: rfc822; i.hardhard@telenet.be
Action: failed
Status: 5.0.0
Diagnostic-Code: X-Postfix; host smtp-telenet.telenet-ops.be[195.130.132.43]said: 554 : Recipient address rejected: User Unknown (in reply to RCPT TO command)


Semsagt hafði þessi maður eitthvert kerfi sem blokkar sendingar á þau e-mail sem hann notar til að senda ruslpósta með, kann ekki að útskýra það öðruvísi. Þá varð ég að grípa til minna ráða því ekki mátti hann sleppa svona auðveldlega. Ég hafði séð á einni síðunni sem hann var með að íslenskur prestur var með honum í samstarfi í þessu göfuga verkefni. Ég ákvað að senda prestinum skilaboð:
"Sæll Pétur,

ég er mjög hrifinn af átaki Jefs og þíns varðandi hreinsun tökuorða úr íslensku. Ég hef mikinn áhuga á að hafa samskipti við þennan frábæra hollending og því spyr ég þig hvort að þú vitir tölvupóstfangið hjá honum því að tölvupóstfangið sem gefið er upp á síðunni "http://xxxxxxxxxxxx" er eitthvað bilað eða liggur niðri. Póstarnir sem ég hef reynt að senda á "hafronska@pandora.be" koma allir jafnharðan til baka. Veist þú um gilt tölvupóstfang hjá Jef?

Takk fyrir,
Gunnar Aron.
Áhugamaður um íslenska tungu."


Og vissulega svaraði presturinn um hæl:
"Blessaður og þakka þér fyrir áhugann á þessum málum hjá okkur Jef.
Rafrausið hans er uppi í kirkju hjá mér, og ég skal senda þér seinna í dag til þín og líka áframsenda þennan póst til hans, svo hann sjái þennan áhuga hjá þér:)
Ég er bara með takkatíkina heima hjá mér, og rafröflið á henni er ekki svo gott:(
Ævinlega velkominn í innlit í Óháða söfnuðinn:)

Kv Pétur"


Eins og sjá má var presturinn sjálfur allur hinn undarlegasti og gat/get ég ekki betur séð en að hann sé að nýta sér samskipti okkar til að fá mig í "Óháða söfnuðinn". Önnur tegund af spammara? Sjálfsagt ágætiskall en ég hafði öðrum hnöppum að hneppa.

Seinna um daginn kom þetta frá prestinum:
"Blessaður aftur.
Komst ekki inn á þrasþráðinn núna í dag en þú færð rafröflið í fyrra málið frá mér til Jef.

Kv Pétur"


Þannig að daginn eftir kom þetta:
"Blessaður Gunnar.
Sendi þér núna rafröflið til Jef, sem er fronkrakkanum@telenet.be
Endilega sendu honum hvatningarbréf og þakka áhuga þinn á málinu okkar.
Velkominn í innlit, þess vegna núna á sunnudaginn 26. marz kl. 14:00 í messu þá, þar sem ég ætla að eins að nota í ræðunni úr Pétrískunni:):)
með kveðjum Pétur"


...ekkert mál Pétur, ég skal senda honum hvatningarbréf...akkúrat.

En eins og presturinn hafði sagt í einu af e-mailum sínum til mín þá ætlaði hann að áframsenda hollendingnum póstinn minn sem presturinn fékk þar sem ég lýsti yfir áhuga mínum á verkefninu. Það gerði hann svo sannarlega því að ekki stóð á upplýsingaflæðinu frá hollendingnum Jef. Næst fékk ég þennan póst, hann var langur og leiðinlegur þannig að ég birti bara byrjunina:
"Dear Gunnar,

Thank you for your interest in Icelandic word-building. I can't write very fast in Icelandic so you will have to tolerate my English. At the moment I'm working on a project called the Fjörgynjaráætlunin, which implies the search for Icelandic names of the 100.000 major place-names in the world. We hope to get the job finished at the end of 2015..."


Þá svaraði ég:
"Dear Jef,

I just wanted to let you know that I have absolutely no interest in your Icelandic word-building. I just wanted to get your real e-mail so that I could use it to submit your e-mail address to all kinds of spam sites. You spammed me so I'm going to see to it that you will be spammed too. An eye for an eye. I replied to you before and told you to stop spamming me but you didn't listen so this is the only thing I can do now.

Have a wonderful life.

Regards, Gunnar."


Ég var semsagt búinn að gera ráðstafanir þannig að hann fengi yfir sig holskeiflu af ruslpósti.

Þá kom svar til baka:
"Dear Gunnar,

I'm sorry you see it that way. The difference between me and spammers is
that I answer every e-mail. I want you as a friend in the battle against
the impurities in the ICelandic language. See the Icelandic langauge on the
blogg-sites: beibí, júf got. Your mother-tongue will be destroyed if it
goes on like that for another 30 years.

I have comtact with Jónas Hallgrímsson in heaven and he told me to send
messages to Icelanders to stop this downfall. Do you consider a message
originating from your greatest poet as spam. I want to reach the superpoets
of Icelandic so that we could form a linguistic army against english
influence. Word-building is the most important thing in Icelandic society.
More important than your job or family. Sorry, that's the way it is. We
must fight, Gunnar, like the fallen warriors on the walls of valhöll.

I don't care whether you like me or not. If I have to pay the price that
all Icelanders find me an asshole in order to save your language from the
impurities, that is the price I will pay.

Best Regards,
Timbur-Helgi Hermannsson, nýyrðaskáld og tökuorðatortímandi (see picture
below)"


Þarna vill hann meina að hann sé ekki "spammari" og hann gangi erinda Jónasar Hallgrímssonar. Ég er nú enginn sálfræðingur eða geðlæknir en ég held að þetta hafi staðfest grun minn um að viðkomandi hollendingur er snaaaar...Um þetta leyti var ég farinn að hafa gaman að þessu, kannski vegna þess að grunur minn um óstöðugt andlegt ástand íslenskukrossfarans var staðfestur.

Ég sendi honum þennan póst að lokum:
"Dear fucking Jef,

if you say you are not a spammer, why do you then use so many different email addresses? I have tried to send you replies to many addresses like; i.hardhard@telenet.be, iceholio@pandora.be, hafronska@pandora.be and they are all bogus emails, my messages are returned with this text: "I'm sorry to have to inform you that your message could not be delivered to one or more recipients...." I had to con and lie to a priest to get this email address, fronkrakkanum@telenet.be.

Jef, read this very carefully: YOU-ARE-INSANE. Don't send me more of these bullshit emails. If you want to save the icelandic language you have to act like a normal human being while you are doing it. Nobody listens to a lunatic, I have direct contact with Elvis Presley and he told me to tell you this. Listen to the king and go to a psychiatrist.

Regards, Gunnar."Þess má geta að ég hef ekki fengið fleiri pósta frá honum...né prestinum...


-------------------------------------------
=================*uppfært*=================
-------------------------------------------


Jef hefur skrifað hér í commentin hjá mér eins og sjá má en ég hélt nú fyrst að einhver húmoristinn væri að gera grín. Með aðstoð tækja og tóla fann ég út að IP-talan sem var á bakvið commentin var upprunnin frá Hollandi. Jef er búinn að vera með eintómar svívirðingar(sýnir hvað hann er óstöðugur andlega) og hefur greinilega misskilið það sem ég var að reyna að segja í bloggpistlinum. Hann heldur/hélt að ég hefði eitthvað á móti málstaðnum sem hann stendur fyrir, það er einfaldlega ekki rétt, ég er á móti aðferðinni sem notuð er við að kynna málstaðinn.

Jef lét sér ekki nægja að commenta hérna heldur sendi hann mér líka póst sem í stóð:
"Dear Gunnar,

Carefully look at these two pictures!"


Það fylgdu tvær myndir með póstinum og hér er önnur þeirra:

Ég sprakk úr hlátri þegar ég sá þetta. Venjulega myndi maður halda að hér væri um grín að ræða en einhvernveginn held ég að svo sé ekki, allavega ekki meðvitað. Hin myndin var bara dónaskapur og ekki þess virði að minnast á frekar.

Einhver bréfaskipti urðu eftir þetta en ég nenni ekki að tíunda það frekar en hér eru lokaorðin úr síðasta bréfi hans til mín:
"I WON'T SPAM YOU ANYMORE OK"