mánudagur, 22. september 2014

Lærum af reynslunni - Hvernig kostnaður getur farið úr böndunum

Nú stendur til að byggja við dvalarheimilið Lund sem er jákvætt og gott mál. Enginn vafi á því. Kostnaðaráætlun er 240 milljónir. Gæta verður að því að byggingarkostnaður fari ekki úr böndunum svo að hægt sé að sinna rekstri sómasamlega þegar framkvæmdum er lokið. Þannig veitum við hinum öldruðu bestu þjónustuna.

Nýleg byggingarframkvæmd á vegum sveitarfélagsins Rangárþings ytra er Miðjan á Hellu. Framkvæmdir hófust árið 2009 og eru enn í gangi. 

Full ástæða er til að rifja upp helstu punkta í kostnaðaráætlunum Miðjunnar til að minna okkur á hvað auðvelt er að missa tökin ef ekki er rétt á málum haldið. Þessi upprifjun mín er áminning og hvatning til þeirra sem verða í forsvari byggingarframkvæmdanna við Lund.

Ekki missa tökin. Ekki vera kærulaus.

Hér eru helstu vörður í undirbúningi vegna Miðjunnar á sínum tíma í tímaröð. Neðar kemur í ljós hvernig tókst að halda áætlun. Athyglisvert er að skoða stjórnsýsluna í þessu máli.


Júlí 2006 - Fundur framkvæmdaráðs
Kostnaðaráætlun 200-250 milljónir. 160 þús pr. fermetra. 1.530 fm. bygging.


September 2006 - Áfangaskýrsla AÞS
Kostnaðaráætlun 247 milljónir. 168 þús pr. fermetra. 1.470 fm. bygging.


Nóvember 2006 - Fundur framkvæmdaráðs
Kostnaðaráætlun 250 milljónir. 200 milljónir lán. 50 milljónir frá hluthöfum.


Nóvember 2006 - 5. fundur hreppsnefndar
Kostnaðaráætlun 276 milljónir. RY verði með 43% eignarhlut. Leggi fasteign sína (Suðurlandsveg 1) inn og komi með 25 milljónir í reiðufé.


Desember 2006 - Fundur framkvæmdaráðs
Kostnaðaráætlun 276 milljónir. RY verði með 53% eignarhlut. 95 milljónir fasteign og 42 milljónir í reiðufé.*(Hlé gert í heilt ár frá vinnu við undirbúning.)Janúar 2008 - Fundur framkvæmdaráðs
X milljónir. 870 fm. bygging.


Febrúar 2008 - Fundur framkvæmdaráðs
Kostnaðaráætlun 192 milljónir. 1.040 fm. bygging.


Mars 2008 - Fundur framkvæmdaráðs
Kostnaðaráætlun 207 milljónir.


Maí 2008 - 26. fundur Hreppsnefndar
Kostnaðaráætlun kynnt á fundi sveitarstjórnar sem 207 milljónir. RY með 50% hlut. RY með 58 milljónir í stofnframlag. Lán félagsins yrðu 91 milljón. 5 samþykktu. 2 sátu hjá.


Ágúst/september 2008 - Hönnunarfundur
Byrjað að grafa fyrir byggingu.


*(Október 2008 - Efnahagshrun)Janúar 2009 - Fundur hreppsnefndar - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009
Gert ráð fyrir 60 milljóna framlagi í tengibyggingu.


23. janúar 2009 - Fundur framkvæmdaráðs
Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir er sagt. Framlag eigenda 116 milljónir (58+58). RY "ábyrgist fjármögnun á eftirstöðvum kostnaðar við framkvæmdina”. Ha? Opinn tékki á RY?
Sjá fundargerð.


27. janúar 2009 - Fundur framkvæmdaráðs
Kostnaðaráætlun tilkynnt fyrir framkvæmdaráði sem 350 milljónir... Ha? Átti það ekki að vera 207 milljónir? Þarf ekki að bera þetta undir sveitarstjórn aftur fyrst þetta er orðið svona miklu hærra?

RY komið með ábyrgð á eldri 58 milljónunum + nýjum 143 milljónum = 201 milljón. (Og svo líka opinn tékki ef það fer framúr þeim áætlunum.)


September 2009 - Útboði 1. og 2. áfanga lokið
  1. áfangi 83 milljónir.
  2. áfangi 300 milljónir.
Samtals kostnaðaráætlun upp á 380 milljónir? Ha? Átti þetta ekki að kosta 207 milljónir?
Allt gler í bygginguna og fólkslyfta voru utan útboðs. Frágangur lóðar einnig.


Rauntilboð í þessa áfanga voru 40 m + 215 m = 255 milljónir.


Desember 2009
RY hefur á þessum tímapunkti lagt 50 milljónir af reiðufé í bygginguna sem er í samræmi við fjárhagsáætlun RY fyrir árið 2009.Janúar 2010 - Verkfundur
Tafir á greiðslum frá verkkaupa. Valdahlutföll í verkinu farin að snúast þar sem verkkaupi (Miðjan) stendur ekki við gerða samninga.


Janúar 2010 - Fjárhagsáætlun RY fyrir árið 2010
0 krónur áætlaðar í tengibyggingu. Núll krónur.


Janúar 2010 -  53. fundur hreppsnefndar
Greiðslur til tengibyggingar orðnar “83 milljónir” frá RY. (Var ekki bara heimild fyrir 60 milljónum?)


Janúar 2010 - Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf.
“Verkefnið ber lán upp að 150 milljónum. Vantar 85-90 milljónir núna. Verður að koma frá eigendum.” (Átti ekki bara að taka 91 milljón í lán? Og svo 116 milljónir frá eigendum?)


4. mars 2010
RY leggur 60 milljónir inn á reikning Suðurlandsvegar 1-3 ehf.


29. mars 2010
RY fær 60 milljóna króna lán frá Lífeyrissjóði Rangæinga.


23. apríl 2010
Vinna lögð niður af verktaka vegna langvarandi tafa á greiðslum.


14. maí 2010
RY hefur lagt til byggingarinnar 118 milljónir. (Heimild var fyrir 60 milljónum.)
Desember 2010
Byggingarkostnaður orðinn 390 milljónir. (Tilboð í verkið voru 255 milljónir frá verktökum.)
Aukakostnaður/framúrkeyrsla þá orðin = 135 milljónir.

Margir héldu að byggingarframkvæmdir væru á lokastigi á miðju ári 2010 (í kringum kosningar). Eins og sjá má hér neðar á kostnaðartölum þá var það ekki svo.

--------------------------------------------------------------------------------------------


Desember 2011
Byggingarkostnaður orðinn 478 milljónir. (Tilboð í verkið voru 255 milljónir frá verktökum.)
Aukakostnaður/framúrkeyrsla þá orðin = 223 milljónir.


Desember 2012
Byggingarkostnaður orðinn 547 milljónir. (Tilboð í verkið voru 255 milljónir frá verktökum.)
Aukakostnaður/framúrkeyrsla þá orðin = 292 milljónir.

---------------------------------------------------------------------------------------------------


Samandregið:
  • Við síðustu áramót 2013/2014 var byggingarkostnaður orðinn 551 milljón.
  • Heildarfjárfesting Suðurlandsvegar 1-3 efh. er 746 milljónir þar sem eldri hliðarhás voru lögð inn í félagið sem hlutafé bæta rekstrargrundvöll félagsins (auknar tekjur).
  • Upphafleg samþykkt RY í maí 2008 var miðuð við 207 milljónir í heildarbyggingarkostnað. Heildarbyggingarkostnaður er kominn í 551 milljón. Komið 344 milljónir umfram fyrstu áætlun.
  • Upphafleg samþykkt RY gerði ráð fyrir að útvega þyrfti 58 milljónir í reiðufé af hálfu RY.
  • Heildarframlag RY er orðið nálægt 300 milljónum. (Fasteignin Suðurlandsvegur 1 +  reiðufé).
  • Rekstur Miðjunnar skilaði 27 milljóna króna tapi fyrir eigendur sína árið 2013.
Það hlýtur að borga sig að vanda sig. Reynum að læra af reynslunni.


Engin ummæli: