mánudagur, 9. júní 2014

Bloggið endurvakið

Komið þið sæl lesendur góðir. Ég er að spá í að endurvekja þessa bloggsíðu sem ég setti í frost eftir að Edda Siv dóttir mín fæddist í október 2006. Þá varð mikið að gera og svo tók Facebook við. Sjáum til hvað kemur út úr þessu.

Ýmis samfélagsmál liggja mér á hjarta og langar mig að tjá mig um ýmis atriði hvað það varðar. Ég hef mikla trú á tjáningarfrelsinu og að upplýst umræða sé til þess fallin að ýta undir framþróun.

"Sá sem lærir ekki af mistökum fortíðar er dæmdur til að endurtaka þau."

Mér finnst umræða um samfélagsmál oft fara í hringi í stað þess að fara áfram. Ég vil breyta því.


Engin ummæli: